Vert að vita

Vinsælar spurningar

Er öruggt að versla á www.eldflaug.is
Já það er óhætt að segja það. Þú skráir engar upplýsingar um kreditkort eða bankareikninga inná vefinn okkar og við fáum þessar upplýsingar aldrei. Þegar þú lýkur viðskiptum hjá okkur ferðu á örugga og vottaða greiðslusíðu kortafyrirtækis eða millifærir í þínum heimabanka. Öruggara verður þetta ekki!

Er hægt að skila hylkjum?
Já, innan 14 daga frá útgáfu reiknings má skila hylkjum sem eru í heilum og órofnum umbúðum. Vinsamlegast sendið póst á laika@eldflaug.is áður en hylki er skilað.

Hvers vegna er verðið svona lágt?
Eðlilegra væri að spyrja hví verðið sé svona hátt á hylkjum frá prentaraframleiðandanum þínum. Við eru reyndar með mjög einfaldan rekstur, enga móttöku eða verslun. Athugið að Print Rite hylkin eru þó ekki þau hagkvæmustu sem við gátum fundið. Við erum nægjusöm.

Hvernig koma hylkin?
Við sendum öll hylki með pósti til þín eftir að við höfum fengið staðfestingu á greiðslu. Stundum er flutningur frír ef keypt eru nokkur hylki. Það er þá auglýst á vefnum okkar. Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er.

Hvað ef ég finn ekki hylki í prentarann minn?
Lagerinn okkar verður fjölbreyttari með hverri pöntun en seint tæmandi. Ef þú finnur ekki passandi hylki máttu senda okkur póst á laika@eldflaug.is og vera má að við finnum það hjá okkur eða við bætum því á lagerinn í næstu pöntun.  Einnig er oft möguleiki að úrvega réttu hylkin með stuttum fyrirvara.

Hvað eru Print Rite hylki?
Print Rite eru hágæða prenthylki sem geta komið í stað hylkja frá prentaraframleiðandanum þínum. Þetta geta verið algerlega ný hylki eða endursmíðuð. Það kemur fram um hvora gerðina er verið að ræða.

Hvernig eru gæði Print Rite hylkjanna?
Framleiðslugæði Print Rite hylkjanna eru með þeim bestu sem þekkist í prenthylkjaheiminum. Enda fyrirtækið rótgróið og með þeim stærstu í þessum geira ef ekki stærst. Prentgæðin eru svo áþekk upprunahylkjunum að flestir geta ekki greint muninn. Fyrirtækið hefur eftirfarandi vottanir  ISO-9001 (frá 1998), ISO-14001 (frá 2000) og IECQ HSPM QC 080000 (frá 2009, fyrst hylkjaframleiðanda á heimsvísu).
Athugið að Print Rite er metnaðarfullt framleiðslufyrirtæki, ekki áfyllingarstöð fyrir hylki.
 

Hverjir velja Print Rite?
Venjulegt fólk eins og þú, fyrirtæki og stofnanir nota Print Rite hylki.

Þarf að endursetja flögur eða taka af gömlum hylkjum?
Nei, þú tekur hylkið einfaldlega úr umbúðunum og smellir hylkinu í; rétt eins og þú gerir með hylki frá prentaraframleiðandanum þínum.

Hvernig á að geyma prenthylki?
Almenna reglan er sú að geyma þau á svölum, þurrum og skuggsælum stað. Ekki frysta þau þó flest hylki þoli að frjósa. Látið pakkana standa uppá endann ef mælst er til þess á umbúðunum.
Ekki skal opna innsiglaðar og/eða loftþéttar umbúðir fyrr en nota á vöruna.

Dagsetning og lotunúmer
Öll prenthylki eru dagvara og því merkt dagsetningu. Við seljum ekki hylki sem komin eru yfir á tíma en ábyrgðin nær ekki framyfir uppgefinn dag. Það er óhætt að halda áfram notkun hylkja sem eru komin yfir á tíma en ávallt matsatriði hvort setja eigi slíkt hylki í prentara. Vegna rekjanleika inn í verksmiðjuna eru hylkin einnig merkt lotunúmeri sem er prentað á hylkið sjálft.

Fellur prentarinn úr ábyrgð ef notuð eru Print Rite hylki?
Þetta er spurning. Almenna reglan í Evrópu er sú að ábyrgðin heldur alveg óháð hylkjum sem í hann eru sett. Ef hægt er með óyggjandi hætti að sanna að hylkið hafi leitt til bilunar þá heldur ábyrgðin ekki. Slík sönnun skal ávallt vera byggð á mælanlegum gildum en ekki huglægu mati verkstæðis. Sumir prentaraframleiðendur orða þetta mjög vel í sínum handbókum en aðrir eru loðnari. Við viljum ekki svara þessari spurningu með einu einföldu svari.
Þó má mæla með HP prenturum því þar segir "the use of a non-HP print cartridge or a refilled print cartridge does not affect either the warranty to the customer or any HP support contract with the customer."

Hvað skal gera við lélegri útprentun?
Ef útprentun er léleg skal fylgja leiðbeiningum með prentaranum. Oft þarf að framkvæma hreinsun eða annað eðlilegt viðhald. Sumir prentarar þurfa hreinsun við hvert nýtt hylki (þetta vita fáir enda handbækur ekkert skemmtiefni).

Hvað ef hylkið þekkist ekki?
Ef prentarinn neitar hylkinu skal:
   - Taka það úr og tryggja að búið sé að fjarlægja allar hlífar og límbönd sem fjarlægja átti.
   - Tryggja að hylkið sé gert fyrir prentarann.
   - Sjá til þess að hylkið sitji vel í prenthúsinu.
   - Endurræsa prentarann með því að slökkva á honum og taka úr sambandi.
   - Vera má að hylkið sé gallað og fæst því þá skipt eða endurgreitt.