Söluskilmálar

Söluskilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup í vefverslun Hlutsýnar (eldflaug.is)

Verð, skattar og gjöld

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Hlutsýn ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Kortaþjónustan sér um færsluhirðingu, á kortayfirlitum er eldflaug.is seljandi.

Sendingarkostnaður

Ekki er rukkaður sendingakostnaður.

Afhending vöru

Þær vörur sem þú pantar af vefnum eru sendar til þín með Íslandspósti. Þegar gengið er frá pöntun sendum við vörurnar innan sólarhrings til póstins, sem keyrir þær út þannig að pöntunin ætti að jafnaði að berast 1 - 3 virkum dögum eftir pöntun. Ef vara er ekki til á lager er afhendingartími allt að 10 dagar.

Vöruskil á ógallaðri vöru

Veittur er 90 daga skilaréttur við kaup á vöru. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi.

Ábyrgð

Full ábyrgð er tekin á framleiðslugalla. Einnig er tekin ábyrgð á skemmdum á tækjum sem varan er notuð í ef skemmdin er sannanlega vegna gallaðrar vöru frá okkur.

Takmörkun á ábyrgð

Ábyrgð fellur úr gildi ef

1. Varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati starfsfólks Hlutsýn ehf eða skemmst í flutningi.

2. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður. Ábyrgð er ekki tekin á eðlilegu sliti vörunnar. 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Eignarréttarfyrirvari

Hið selda er eign seljanda þar til varan er að fullu greidd. Verslunarskilmálar þessir hjá Hlutsýn ehf tóku gildi 1. febrúar 2008. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.